Spurt og svarað

25. september 2004

Hreyfing eftir fæðingu

Góðan daginn,
Mig lagnar að forvitnast hvort að óhætt sé að stunda hvaða hreyfingu sem
er þegar maður er með barn á brjósti? Hef æft knattspyrnu og langar að skreppa á æfingu.
Kær kveðja
GD

                          ............................................................

Komdu sæl GD og takk fyrir fyrirspurnina.

Venjulega er talað um að láta líða a.m.k. sex vikur frá fæðingu þar til konan fer að stunda líkamsrækt af einhverju tagi.  Líkaminn þarf þennan tíma til að jafna sig á því sem hann hefur gengið í gegnum.  Hinsvegar er talað um að láta líða 10-12 vikur þar til konan fer að stunda erfiða líkamsrækt eins og eróbikk eða keppnisíþróttir.  Það er svo að sjálfsögðu mjög einstaklingsbundið hvenær konur treysta sér til að fara að stunda líkamsrækt en best er að fara hægt af stað.  Ráðlagt er að byrja á göngum, sundi eða hjólreiðum og auka smám saman við sig.  Einnig er nauðsynlegt að gera grindarbotnsæfingar.

Ekki ætti að sunda erfiða líkamsrækt eins og fótbolta fyrr en grindarbotninn starfar eðlilega.

Margar konur finna fyrir því að mjólkin minnki þegar þær fara að stunda erfiða líkamsrækt en aðrar finna ekki fyrir þessu.  Þú verður því bara að prófa þig áfram.  Mundu bara að líkaminn er á fullu að framleiða mjólk og því er mikilvægt að fá góða hvíld og næringarríka fæðu.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 25.09.2004. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.