Spurt og svarað

05. október 2007

Húðflipi á spönginni

Sæl!

Ég eignaðist stúlku fyrir 4 mánuðum síðan. Hún var tekin með sogklukku og ég rifnaði 2. gráðu rifu. Í eftirskoðuninni sem ég fór í 7 vikum eftir fæðingu sagði ljósmóðirin að húðflipi sem hafði myndast milli legganga og endaþarms ætti líklegast eftir að hverfa en ef ég fyndi fyrir honum þá ætti ég að láta vita. Nú hef ég ekki fundið neitt fyrir honum en hann hefur ekkert minnkað. Mig langar ekki að hafa þessa aukahúð lafandi og mér finnst þetta hafa áhrif á næmnina þarna niðri. Þarf ég að láta athuga þetta eða er þetta eðlilegt breyting á spönginni eftir fæðingu?


Sæl!

Ef flipinn pirrar þig þá er ástæða til að láta lækni meta það hvort að það borgi sig að fjarlægja hann.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
5. október 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.