Hvað er ?hematóm?

21.09.2006

Ég var að lesa fyrirspurn frá konu sem sagðist hafa fengið „hematóm“.  Hvað er það?


Hæ, hæ og takk fyrir að leita skýringa á þessu.

Með orðinu „hematóm“ er átt við enska orðið „hematoma“ sem þýðir margúll á íslensku. Margúll er skilgreindur sem staðbundin fyrirsöfnun blóðs í vef eða holi. Þetta þýðir að blóð safnast fyrir innan vefi og kemst ekki út, nokkurs konar innvortis blæðing. Þetta getur gerst við fæðingu t.d. ef æð rofnar en húð eða slímhúð sem er utar en æðin rofnar ekki. Þessu fylgja sárir verkir.

Vona að þetta skýri málið.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
21. september 2006.