Hve lengi eftir fæðingu verður óléttuprófið ennþá jákvætt?

27.02.2012
Sæl!

Hve lengi eftir fæðingu verður óléttuprófið ennþá jákvætt? Tekur langan tíma fyrir meðgönguhormónin að hverfa?

Kveðja, Nanna.

Sæl Nanna!

Meðgönguhormónið hCG ætti að vera horfið úr líkamanum um 4-6 vikur eftir fæðingu.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
27. febrúar 2012.