Hvenær er óhætt að nota Álfabikarinn eftir fæðingu?

04.02.2007

Sælar!

Ég var að velta því fyrir mér hvenær væri í lagi að nota álfabikarinn eftir fæðingu? Er það bara strax þegar maður byrjar á næstu blæðingum?


Ég sé ekki neina fyrirstöðu þar að lútandi, svo lengi sem fyllsta hreinlætis sé gætt. Athugaðu að það eru til tvær stærðir af Álfabikarnum, sú minni fyrir konur sem ekki hafa fætt um fæðingarveg og sú stærri fyrir konur sem hafa fætt um fæðingarveg.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
4. febrúar 2007.