Spurt og svarað

08. júní 2006

Hversu lengi eru saumar að eyðast?

Ég átti mitt fyrsta barn fyrir þremur vikum,fæðingin gekk mjög vel og hratt. Ég hins vegar rifnaði svolítið því hann kom svo hratt. Ég var bara að velta fyrir mér hversu lengi saumarnir eru að eyðast.

Takk fyrir frábæran vef!


Sælar og takk fyrir fyrirspurnina!

Það tekur líkamann um 2 mánuði að losa sig við saumana en hins vegar geta þeir farið að trosna eftir nokkrar vikur og þú getur fundið fyrir einstaka hnút þegar þú ert að þurrka þér að neðan. Þetta svæði er ríkt af hárræðum og grær yfirleitt fljótt og vel. Ef saumarnir eru farnir að toga í og valda þér óþægindum þá er hægt að taka einstaka hnúta eftir um vikutíma.

Með kveðju og gangi þér vel,

Steina Þórey Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. júní 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.