Illa lyktandi blæðingar

14.09.2005
Mig langaði að spyrja hvort það væri eðlilegt að vera með illa lyktandi blæðigar.  Ég átti barn fyrir 2 vikum og það blæðir svolítið öðru hvoru og það er svo rosalega vond lykt svo klæjar mig líka þarna niðri. Með von uma svar sem fyrst þar sem þetta er komið á sálina á mér.
 
.........................................
 
Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
 
Nei það er ekki eðlilegt að það sé verri lykt af úthreinsuninni en er venjulega af tíðablóði.  Ég ráðlegg þér að hafa samband við vakthafandi aðstoðarlækni á Kvennadeildinni (ef þú ert á Reykjavíkursvæðinu) eða á næstu heilsugæslustöð og láta skoða þig þar sem þetta getur verið merki um sýkingu .
 
Bestu kveðjur
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
14.09.2005.