Spurt og svarað

06. desember 2014

Kláði

Sælar!
nú er ég búin að leita um allan veraldarvefinn en ég virðist ekki finna það sem ég leita að, kannski orða ég það ekki rétt en efa það sé málið. En þannig er að þegar ég varð ólétt að mínu fyrsta barni þá fékk ég gallstasa og uppgötvaðist það heldur seint eða ekki fyrr en ég var búin að fæða og læknar sáu það ekki fyrr en í blóðprufu eftir fæðinguna þvi miður. Var restin af meðgöngunni frekar hræðilegur og circa mánuð á eftir klæjaði mig ennþá en það fór minnkandi sem betur fer. Loksins þegar ég helt að húðin væri orðin bara eins og hún var þá byrja ég að finna aftur fyrir kláða  og klóra mér og það verður eiginlega strax "upphleypt" eftir ertingu og nuddið, ég skil þetta ekki alveg. Er gallstasi eitthvað sem mun aldrei fara almennilega. Mér finnst þetta ömurlegt af þvi ég hef aldrei átt í neinum vandræðum með húðina, hún hefur alltaf verið fín en núna er ég hrædd um að ég sé kannski komin með ofnæmi fyrir einhverju sem ég hafði ekki áður, getur það verið? Vonandi er þetta svaravert. Með bestu kveðju Kláðapésinn


Komdu sæl Kláðapési, jú gallstasi á að fara alveg en það er þó aðeins aukin hætta á að þú fáir hann aftur í næstu meðgöngu. Það kemur ekki fram hvað barnið þitt er gamalt en talað er um að ef að einkenni eru ekki horfin að fullu sex mánuðum eftir fæðingu þurfi að leita annarra skýringa. Það er auðvitað hugsanlegur möguleiki að þú hafir ofnæmi af einhverju tagi.
Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
6. Desember 2014

 
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.