Krabbameinsskoðun

31.03.2005
Sæl
Ég þarf að fara í krabbameinsskoðun, og átti barn fyrir 7 vikum. Fór reyndar í aðgerð til að hreinsa út rest af fylgju í leginu fyrir viku síðan og það blæðir ennþá smá.  Hvenær er mér óhætt að fara í krabbameinsskoðun? Svo vildi ég líka fara í brjóstaskoðun en er 33 ára, og mér skilst að það sé bara í boði fyrir 40 ára og eldri.  Get ég pantað tíma í brjóstaskoðun líka, eða þarf það að fara í gegnum heimilislækni?
                          ...........................................................................

Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Þér er óhætt að fara í krabbameinsskoðun þegar þér hentar en ekki meðan
blæðir.  Varðandi brjóstaskoðunina ráðlegg ég þér að hafa samband upp á
leitarstöð og spyrja um þetta þar, ég veit ekki hvernig þessu er háttað. 

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 
31.03.2005.