Er í lagi að borða Chia fræ á meðgöngu

06.12.2011
Er í lagi að borða Chia fræ á meðgöngu og/eða með barn á brjósti? Það stendur á umbúðunum að maður eigi að ráðfæra sig við lækni!

Sæl!

Ég veit ekki um neitt sem mælir gegn því að borða Chia fræ á meðgöngu eða þegar verið er með barn á brjósti. Þessi fræ er sögð mjög holl en þau eru próteinrík, trefjarík, kalkrík og innhalda hollar olíur í góðum hlutföllum.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. desember 2011.

Sjá nánar; http://squatbirthjournal.blogspot.com/2011/05/chia-seeds-in-pregnancy-and-labor.html