Spurt og svarað

14. maí 2005

Kynlíf eftir fæðingu

Litla stelpan mín fæddist fyrir 11 vikum og ég var að sofa hjá í fyrsta sinn eftir fæðinguna (þetta var fyrsta fæðingin mín).  En ég varð fyrir miklum vonbrigðum því maðurinn hefði alveg eins getað vinkað limnum útum gluggann.

Hvað á ég að gefa mér langan tíma til að jafna mig?

Er ég kannski bara orðin varanlega víð?  Þetta er alveg hræðilegt. Að vísu hefur þetta farið batnandi og er ekkert svipað og fyrst. En ég hélt að maður ætti að vera búinn að jafna sig mikið fyrr.  Þegar ég átti byrjaði ég að rifna í leggöngunum og var klippt, breytir það einhverju?
 
.........................................................................
 
Komdu sæl og takk fyrir skemmtilega orðaða fyrirspurn.
 
Ég vil biðja þig að gefa þessu aðeins lengri tíma áður en þú ferð að biðja manninn um að fara út í glugga.
 
En í alvörunni þá er málið að gera grindarbotnsæfingar og aftur grindarbotnsæfingar í margar vikur og jafnvel mánuði.  Það að vera klippt breytir heilmiklu.  Konur eru miklu lengur að jafna sig eftir það heldur en að rifna.  Auðvitað víkka leggöngin við fæðinguna en þau dragast saman aftur með tímanum og grindarbotnsæfingum.
 
Gangi þér vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
13.05.2005
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.