Spurt og svarað

16. apríl 2007

Kynlíf eftir fæðingu

Kæru ljósmæður, ég átti lítinn prins fyrir rúmum 16 dögum og byrjaði að stunda kynlíf í kvöld, blæðingin var orðin lítil og mér fanst ég vera vel tilbúin, ég rifnaði töluvert í fæðingu enn hef fundið lítið sem ekkert fyrir því og fynnst allt vera gróið þarna niðri, ég er dugleg að gera grindarbotnsæfingar og bjóst við að fara að stunda kynlíf aftur yrði sársaukafullt enn það var það alls ekki, síður enn svo var samt að spá hvort ég ætti að bíða aðeins lengur eða hvort þetta væri í lagi? Er ég ekkert að byrja of snemma að stunda kynlíf, er kannski ráðlagt að bíða aðeins. En tek það fram að ég fann engan sársauka við að stunda kynlíf?

Með þökk fyrir góðan vefmiðil;o)


Komdu sæl og til hamingju með prinsinn.

Það er ekki hægt að gefa upp neinn tíma um það hvenær er óhætt að fara að stunda kynlíf en það er allt í lagi að byrja þegar konan treystir sér til.  Við mælun með að nota smokkinn á meðan úthreinsunin er vegna sýkingarhættu en það er enginn ástæða til að bíða ef þú ert tilbúin.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16. apríl 2007.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.