Kynlíf eftir fæðingu

19.05.2007

Sælar

Mig langar til að vita hvað eðlilegt er að langur tími líði frá fæðingu að því að konunni langi til að stunda kynlíf. Getur brjóstagjöfin haft þar áhrif á eða aldur konunnar eða númer hvað barnið er?

Takk fyrir góðan vef!


Sæl!

Eins og svo margt annað er þetta einstaklingsbundið og hver og ein kona verður að ákveða hvenær hún er tilbúin. Það er hins vegar alveg þekkt að þreyta sem fylgir umönnun ungbarns getur haft áhrif á kynlöngun. Þá er bara að vera frjór í hugsun og finna tíma sem hentar vel til ástarleikja.  Brjóstagjöf eða aldur ætti ekki að hafa sérstök áhrif.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. maí 2007.