Spurt og svarað

06. apríl 2009

Lagfæring á sníp

Er eitthvað hægt að lagfæra sníp ef hann hefur farið illa út úr fæðingu?  Ég rifnaði mjög illa þegar ég átti mitt fyrsta barn fyrir mörgum árum síðan og mér er oft illt enn þann dag í dag þegar ég stunda kynlíf með manninum mínum.  Ef ég skoða á mér snípinn er eins og hann sé klofinn, er eitthvað hægt að gera í því?


Komdu sæl.

Fyrsta skrefið er að fara í skoðun hjá lækni.  Á St. Jósefsspítala fékk ég þær upplýsingar að hægt væri að panta tíma hjá Gunnari Herbertssyni kvensjúkdómalækni, en hann er líka með stofu í Lækningu Lágmúla.  Hann getur metið hvort og hvað þyrfti að gera.  Hann er einn af þeim læknum sem starfa í ákveðnu teymi sem hefur sérhæft sig í að laga skaða eftir fæðingar.

Vona að þetta hjálpi eitthvað.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
6. apríl 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.