Spurt og svarað

20. maí 2006

Líkaminn eftir fæðingu

Takk fyrir frábæran vef!
Mig langar að spurja smá varðandi líkamann eftir fæðingu.
Hvað er grindin lengi að dragast saman og jafna sig?  Einhversstaðar
heyrði ég að það tæki 3 ár að verða eins og maður var fyrir barnsburð, er það rétt?
Hvenær er í lagi að byrja að skokka eftir fæðingu upp á grindina og
liðamót að gera? Hvenær má byrja að gera magaæfingar?

kv.
LR.

Sæl og blessuð og takk fyrir að leita til okkar!

Varðandi hvað grindin er lengi að dragast saman, þá er það svolítið misjafnt hvað konum finnst þær vera lengi að jafna sig að þessu leiti, sumum finnst þetta gerast hratt en öðrum finnst þær aldrei verða eins og þær voru áður. Það er þó tvennt sem hjálpar til við að koma líkamanum í fyrra horf og það er annarsvegar að vera með barnið á brjósti, og hins vegar að stunda líkamsþjálfun.
Þú getur bryjað að skokka og gera magaæfingar þegar þér finnst þú vera tilbúin, það er ekki neinn ákveðin tími sem þarf að líða, það fer bara eftir því hvernig þér líður og hvað þú treystir þér til að gera. Byrjaðu bara rólega og auktu svo álagið hægt og rólega eins og þér finnst þú geta.

Bestu kveðjur
Halla Björg Lárusdóttir
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir
18.maí, 2006.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.