Spurt og svarað

08. apríl 2006

Litur úthreinsunar og lykt

Sæl og takk fyrir góðan vef!

Ég átti mitt fyrsta barn fyrir tæpum 3 vikum síðan og ég er með spurningu varðandi hreinsunina. Blæðingarnar breyttust fljótlega í vatnskennda útferð, hún er svolítið gul-brúnleit en mjög ljós, ekkert eins og blæðingar að minnsta kosti, lyktin er nú ekkert sérlega góð af þessu en nokkuð lík lyktinni af tíðablóði og þar sem ég hef ekki haft neinn hita eða kviðverki efast ég um sýkingu. Er eðlilegt að hreinsunin breyti svona um lit?

Með fyrirfram þökk, Guðlaug.


Komdu sæl, Guðlaug og til hamingju með barnið!

Það er alveg eðlilegt, að hreinsunin breyti svona um lit eins og hefur gerst hjá þér. Hreinsun frá legi eftir barnsburð varir yfirleitt í 3-4 vikur og breytir um lit eins og þú lýsir í fyrirspurninni þinni. Fyrstu dagana er hún blóðlituð og verður síðan brúnleit þar til í lok annarrar viku, að hún verður ljósgulleit þar til hún hættir. Það getur þó stundum komið fyrir, að útferðin sé blóðlituð í rúmar þrjár vikur áður en hún hættir alveg. Það á ekki að vera vond eða óþægileg lykt af útferðinni, en ef það gerist vaknar grunur um sýkingu og þarf viðkomandi þá að leita læknis.

Gangi þér vel!

Kveðja,

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. apríl 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.