Liðverkir eftir fæðingu

11.11.2006

Sælar

Ég fæddi barn í júlí sl.  Síðan þá hef ég verið að fá síaukna verki í liði,
sérstaklega í hnjám, fingrum, úlnliðum og olnbogum.  Þessir verkir eru
sérstaklega slæmir ef ég hef verið kyrr í einhvern tíma.  Á næturnar finn ég einnig fyrir miklu máttleysi og verkjum í höndum þegar ég þarf að lyfta barninu upp úr rúminu sínu upp í til mín.  Getur þetta tengst rugli á hormónaflæði í líkamanum eða er þetta mögulega eitthvað annað sem ég þarf að láta lækni skoða?

Fyrirfram þakkir
Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er þekkt að konur fái verki í liði þegar þær eru með barn á brjósti og
það tengist hormónaframleiðslu í líkamanum.  Þetta hverfur svo með tímanum.  En þar sem þú segist vera versnandi og þetta er mjög útbreitt hjá þér, að ég tali nú ekki um máttleysið þá mundi ég ráðleggja þér að tala um þetta við lækni.

Gangi þér vel.Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
08.11.2006.