Löng úthreinsun

31.03.2007

Sælar!

Hvenær telst löng úthreinsun vera orðin óeðlileg? Núna eru 8 vikur síðan ég átti barn, það fæddist eðlilega og allt gekk vel. Úthreinsunin er hins vegar ennþá, og það er enn rauð fersk blæðing, reyndar ekkert mikil, buxnainnleg dugir mér alveg, en samt sem áður er þetta ennþá og aðeins farið að fara í taugarnar á mér. Ég hef enga verki eða neitt með þessu. Þegar ég átti fyrsta barnið mitt var þetta ekki svona, þá var úthreinsunin hætt eftir 2 vikur, enda fékk ég þá mikið af samdráttarlyfjum í æð því mér blæddi frekar mikið í fæðingunni. Núna í þessari fæðingu fékk ég bara eina
sprautu í lærið.


Sæl!

Ef að það er fersk blæðing ennþá þá er það ekki eðlilegt pantaðu þér tíma hjá kvensjúkdómalækni í skoðun.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
31. mars 2007.