Er í lagi að borða rjúpur á meðgöngu?

18.12.2011
Hæ!

Ég verð komin rétt um 2 mánuði á aðfangadag og hjá mér eru alltaf rjúpur í matinn. Þær eru eldaðar alveg í gegn, bara steiktar upp úr salti og pipar og soðnar. Er óhætt að borða rjúpur?Sæl!

Já, það er í góðu lagi að borða rjúpur sem eru eldaðar á þennan máta.

Jólakveðjur,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
18. desember 2011.