Lykkjan og útferð eftir fæðingu

14.07.2007

Sælar!

Mig langar að spyrja ykkur í sambandi við útferð eftir fæðingu. Úthreinsunin mín stóð í um 7 vikur og 8 vikum eftir fæðingu fór ég í eftirskoðun og fékk lykkjuna. Um viku seinna fór að koma mikil útferð hjá mér og er enn og barnið er 5 mánaða. Ég er sem sagt búin að vera fá mikið slím, hvít-glært-ljósgult daglega. Ég þarf að vera með buxnainnlegg alla daga og nætur og skipta um 3 á dag. Þetta er búið að vera svona í 3 mánuði og farið að pirra mig mjög mikið:( Það er engin lykt eða kláði eða nein óþægindi að öðru leyti, kynlíf eðlilegt og engin önnur vandamál tengdu þessu svæði. Hvað getur þetta verið? Getur lykkjan valdið þessu eða er þetta eðlilegt eftir fæðingu?

Með von um svar, Heiða.


Sæl!

Það er full ástæða fyrir þig að heimsækja kvensjúkdómalækni og láta kíkja á þig.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
14. júlí 2007.