Spurt og svarað

07. júní 2005

Lyktin af útferðinni

Mig langaði bara til að leggja orð í belg, varðandi útferðina og vonda lykt nú hef ég lesið tvær fyrirspurnir hjá ykkur þar sem konur segja að lyktin sé ekki góð af útferðinni og þið svarið að það sé óeðlilegt. Ég hafði áhyggjur á sínum tíma vegna þess að það var ekki góð lykt af útferðinni minni svo að ég leitaði ráða hjá hjúkrunarfræðingi og svo lækni og báðir sögðu að það væri eðlilegt að það væri skrítin lykt en ekki góð af útferðinni á meðan það væri ekki kæfandi svakaleg lykt ég var ekki með neina sýkingu ég hef talað við vinkonu mína og systur og þær voru líka sammála mér að það væri sko ekki góð lykt af útferðinni. Ég hafði nefnilega áhyggjur sjálf.

Langaði bara að koma þessu að ef að þið segið að það eigi ekki að vera nein vond lykt það er kannski ekki alveg rétt.

......................................................................

Sæl og takk fyrir að hefja máls á þessu!

Þetta er alveg rétt hjá þér að sennilega telst þetta ekki góð lykt og vond lykt þarf ekki endilega að vera óeðlileg. Þetta er auðvitað mjög huglægt mat og persónubundið, þ.e. bæði lyktin og hvernig við skynjum hana. 

Við sem fagmenn á þessum sviði eigum samt sem áður mjög erfitt með annað en að gefa konum þau ráð að láta skoða sig ef þeim finnst útferðin illa lyktandi eða lykta óþægilega því samkvæmt okkar bókum getur það verið merki um sýkingu. Það einkenni eitt og sér er þó ekki endilega merki um sýkingu en ef þessu fylgja kviðverkir og hiti er ennþá líklegra að um sýkingu sé að ræða.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, 
7. júní 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.