Spurt og svarað

11. maí 2004

Magaæfingar eftir fæðingu

Halló!

Mig langaði að athuga hvenær maður má byrja að gera magaæfingar eftir fæðingu og hvenær er í lagi að fara á hestbak?

................................................................

Komdu sæl!

Eftir eðlilega fæðingu um fæðingaveg er sjálfsagt að fara að gera léttar magaæfingar um leið og þér finnst þú vera tilbúin til þess, þess vegna viku eftir fæðingu. En á meðan hreinsunin er ennþá mikil, og maginn á þér er ennþá að ganga sem mest saman þá gæti þér þótt óþægilegt að gera magaæfingar. Hafa þarf í huga að á meðgöngu getur orðið gliðnun á magavöðvunum (þ.e. komið bil á milli þeirra sem ekki var fyrir) sem gerir að verkum að þeir styðja ekki við bakið eins og þeir hafa gert áður og því er mikilvægt að gera bakæfingar samhliða  magaæfingum, annars er hætt á að þú fáir bakverk.

Hvenær er óhætt að fara á hestbak er erfitt að segja, það fer eftir því hversu vön þú ert og hversu hraust þú ert, ég mundi segja að ef þú ert hraust og vön gætir þú farið á hestbak þegar þú treystir þér sjálf til.

Gangi þér vel.

Halla Björg Lárusdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir - 11. maí 2004.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.