Mánabikar eða túrtappar?

30.07.2006

Hæ hæ
Það eru 3 mánuðir síðan ég átti en er því miður byjruð aftur á túr. Ég var að spá hvort ég mætti nota túrtappa eða mánabikar svona skömmu eftir fæðingu. Er að spá hvort það sé ennþá "of opið" þarna upp og þar af leiðandi aukin sýkingarhætta.  Best að taka það fram að ég þurfti að fara í útskrap eftir fæðingu en það eru 2 mánuðir síðan ég fór í þá aðgerð.
Með fyrir fram þökk.


Sæl
Já, þessu er misskipt hjá okkur konum, sumar fá lengri hlé en aðrar.  Þú
mátt ráða hvort þú notar tappa eða bikar því það er nógu langt liðið frá
fæðingu og ekki meiri sýkingarhætta en venjulega.  Þó myndi ég mæla frekar með notkun bikars en tappa almennt.  Ágætis regla er að nota tappa í hófi, því þeim fylgir viss sýkingarhætta séu þeir hafðir inni í leggöngum of lengi. 

Gangi þér vel

Tinna Jónsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
30.07.2006.