Spurt og svarað

30. júlí 2006

Mánabikar eða túrtappar?

Hæ hæ
Það eru 3 mánuðir síðan ég átti en er því miður byjruð aftur á túr. Ég var að spá hvort ég mætti nota túrtappa eða mánabikar svona skömmu eftir fæðingu. Er að spá hvort það sé ennþá "of opið" þarna upp og þar af leiðandi aukin sýkingarhætta.  Best að taka það fram að ég þurfti að fara í útskrap eftir fæðingu en það eru 2 mánuðir síðan ég fór í þá aðgerð.
Með fyrir fram þökk.


Sæl
Já, þessu er misskipt hjá okkur konum, sumar fá lengri hlé en aðrar.  Þú
mátt ráða hvort þú notar tappa eða bikar því það er nógu langt liðið frá
fæðingu og ekki meiri sýkingarhætta en venjulega.  Þó myndi ég mæla frekar með notkun bikars en tappa almennt.  Ágætis regla er að nota tappa í hófi, því þeim fylgir viss sýkingarhætta séu þeir hafðir inni í leggöngum of lengi. 

Gangi þér vel

Tinna Jónsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
30.07.2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.