Martraðir eftir erfiða fæðingu

21.11.2008

Sælar og takk fyrir vel upplýstan vef:)

Ég átti mitt fyrsta barn fyrir um mánuði síðan og fæðingin gekk mjög illa. Núna svona löngu seinna er ég mjög stressuð þegar ég hugsa um fæðinguna og fæ hreinlega martraðir þegar ég sef og þetta skánar ekkert með tímanum eins og ég bjóst við. Þótt að allt gangi vel með barnið.Hvað get ég gert er einhver sem er hægt að tala við um svona mál?

Kær kveðja.

 


 

Sæl og blessuð! Til hamingju með barnið og takk fyrir að leita til okkar!

Mig langar að benda þér á þjónustu sem veitt er á Landspítalanum og kallast Ljáðu mér eyra.

Ljáðu mér eyra býður konum og/eða foreldrunum báðum að koma í viðtöl. Fyrst og fremst er lögð áhersla á að hlusta á foreldra tjá sig um reynslu sína af fyrri fæðingu, væntingar og vonbrigði. Reynt er að fara gegnum fæðingarskýrsluna, ferlið rætt og stundum er hægt að leiðrétta misskilning.

Hafðu samband þangað sem fyrst og fáðu að koma í viðtal. Tímapantanir alla virka daga frá kl. 08:00-16:00 í síma 543 3265, 543 3266.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
21. nóvember 2008.