Naflastúfur dettur ekki af.

08.05.2015

Þannig er að barnið okkar er ekki enn búið að losa sig við naflastrenginn en það er nú liðnir 13 dagar frá fæðingu, er einhver hætta á ferð? Ljósmóðir segir að hann muni fara en svo fer hann bara ekki!!! Það er ekki komin lykt af honum eins og okkur var sagt að muni gerast þegar stubburinn rotnar af. Við erum hrædd og vitum ekki neitt, er ekki hægt að fjarlægja hann?

 

Komið þið sæl, það er engin hætta á ferð. Naflastúfurinn mun detta af að lokum og þið skuluð alls ekki reyna að fjarlægja hann. Það kemur oft vond lykt en ekki alltaf. Stundum þornar stúfurinn bara upp og dettur af og í þeim tilfellum kemur ekki vond lykt svo það er ekki merki um hversu langt þróunin er komin, Gangi ykkur vel.

Bestu kveðjur,
Áslaug V.
ljósmóðir