Nýburi á líknardeild

13.04.2015

Sæl og takk fyrir frábæran vef. Nú er ég að fara eiga mitt fyrsta barn á allra næstu dögum, er komin 39 vikur á leið. Mig langaði að vita hvort það sé í lagi að fara með krílið í heimsókn á líknardeildina í Kópavogi þegar það fæðist? Þegar við erum á heimleið. Þannig er mál með vexti að langamma barnsins liggur þar inni og er það henni afar mikilvægt og okkur auðvitað að leyfa henni að sjá það ef þetta verður hennar eina tækifæri til þess. Er það hættulegt fyrir barnið að fara inná þá deild? Kv Gina

 
 Heil og sæl, þó að almenna reglan sé sú að það sé ekki gott að vera mikið á ferðinni með nýbura þá verður að vega og meta hversu mikilvægt það er. Í ykkar tilfelli er mikilvægt að fara með barnið og líknardeildin er ekki hættulegri staður en kvennadeildin. Þið getið farið alveg róleg með barnið þangað inn. Gangi ykkur vel.  


Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
13. apríl 2015