Er í lagi að borða villisveppi á meðgöngu?

19.04.2011

Ég var að spá hvort það sé í lagi að borða villisveppi á meðgöngu, t.d. þessar tegundir sem í boði eru í verslunum hér á landi.

Takk takk:)


Sæl!

Matsveppir sem fást hér í búðum, bæði villtir og ræktaðir eru ætlaðir til manneldis og ekkert sem mælir á móti því að barnshafandi konur neyti þeirra.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. apríl 2011.