Óreglulegar blæðingar

27.02.2005
Hæ hæ, frábær síða hjá ykkur, hef mikið skoðað hana og fundið margt gagnlegt.
Ég átti barn fyrir rúmum 4 mánuðum og fór á blæðingar 2 mánuðum síðar, en svo hefur ekkert komið. Ég hef fengið túrverki en þeir eru meira að segja farnir núna. Ég búin að vera með barnið lítið á brjósti síðustu 2 mánuðina (mjólkin datt niður) og er núna nánast hætt. Ég tók ólettupróf sem var neikvætt. Er eðlilegt að blæðingar séu svona óreglulegar eftir barnsburð?
Ég fór yfirleitt aldrei meira en viku framyfir áður.
                               
                           ............................................................................
 
Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
 
Já það er algengtt að blæðingar séu óreglulegar fyrst eftir fæðingu og eftir að brjóstagjöf er hætt.  Það er alveg eðlilegt að fara ekkert á blæðingar í þrjá mánuði eftir að brjóstagjöf er hætt.  Þú ættir því að bíða alveg róleg.
 
Kveðja
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 27.02.2005.