Óþægindi að neðan eftir fæðingu

15.03.2015

Ég átti lítinn strák fyrir 2 vikum þar sem ég fékk nokkrar 2° rifur og finn enn fyrir smá óþægindum að neðan og þá sérstaklega á einum stað þar sem ég var saumuð mest. Kærastinn minn skoðaði mig og sagði að ég væri bólgin. Hvað er eðlilegt að vera bólgin lengi eftir fæðingu?


Heil og sæl, það er eðlilegt að þú sért ennþá aðeins aum og svolítið bólgin. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því nema  þú sért að versna af óþægindum, það sé farið að vessa úr rifunni eða komin vond lykt og bólga og roði sé að aukast. Það gæti bent til sýkingar og þá ættirðu að fara í skoðun.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
15. mars 2015