Spurt og svarað

11. nóvember 2004

Rifnaði í fæðingu - hvenær get ég farið að stunda kynlíf?

Sælar.

Ég átti barn fyrir tæpum 3 vikum og rifnaði í fæðingunni. Ég var að velta því fyrir mér hvenær rifan er orðin það góð að ég geti farið að stunda kynlíf með eðlilegum hætti aftur.

Takk fyrir mig.

........................................................................


Sæl og blessuð!

Það er svolítið einstaklingsbundið hversu hratt svona grær, og það fer eftir ýmsu, meðal annars hversu slæm rifan er.  Venjulega eru nú mestu óþægindin búin svona um það bil þremur vikum eftir fæðingu, en getur sannarlega tekið lengri tíma ef þetta hefur ekki gróið vel.  Það er svo einstaklingsbundið hvenær konur treysta sér til þess að fara að stunda kynlíf aftur.  Gefðu þessu nokkrar vikur í viðbót og sjáðu til hvort þú ferð ekki að verða tilbúin. Stundum er sársauki til að bryja með tengdur því að slímhúðin í leggöngunum er þurr, en á meðan brjóstagjöf stendur getur hún einmitt verið það (hormónaáhrif), og þá getur verið sniðugt að kaupa sér sleipiefni sem fæst í mismunandi tegundum í öllum apótekum. Svo er bara um að gera að fara nógu varlega til að byrja með.  Ef þú ert ennþá slæm 6 vikum eftir fæðingu þá mundi ég ráðleggja þér að fara í svokallaða eftirskoðun annaðhvort hjá heimilislækninum þínum eða þá kvensjúkdómalækni og viðkomandi getur þá sagt þér hvort hlutirnir séu ekki á réttri leið þarna að neðan.

Vonandi gengur þér sem best.

Kær kveðja,

Halla Björg Lárusdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
11. nóvember 2004.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.