Sakna bumbunnar.

01.08.2004

Ég átti barn núna í mars og fannst það yndisleg upplifun. Fyrst eftir
fæðinguna saknaði ég þess rosalega að vera ólétt og hélt að það myndi
skána þegar á liði en núna í júlí þá líður mér nákvæmlega eins ef ekki
"verr". Samt get ég ekki sagt að mig langi í annað barn strax en mig
langar að vera ólétt. Fæðingin gekk frábærlega og ljósmóðirin var
yndisleg. Er þetta algengt eða er ég bara stórfurðuleg?

                     .....................................................................

Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú ert alls ekkert stórfurðuleg. 

Það er vel þekkt að konur sakni bumbunnar þegar þær eru búnar að fæða börnin sérstaklega ef meðgangan hefur verið góður tími fyrir konuna og henni liðið vel.  Það er hinsvegar ekkert hægt að segja um það hversu lengi þetta varir hjá hverri konu það er mjög einstaklingsbundið.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.  01.08.2004.