Er í lagi að drekka Diet Coke á meðgöngu

18.11.2011
Sæl og takk fyrir góðan vef!

Ég er ólétt af mínu öðru barni og ég ersvolítið mikill kókisti og drekk þá Diet Coke. Er í lagi að drekka það á meðgöngu?


Kveðja, ein áhyggjufull.


Sæl og blessuð!

Diet Coke og aðrir sykurlausir kóladrykkir innihalda m.a. koffín, sætuefni og litarefni.

Koffín fer yfir fylgjuna til barnsins en ef miðað er við neyta ekki meira en 200 mg af koffíni daglega þá ætti fóstrinu líklega ekki að vera hætta búin. Í hálfum lítra af Diet Coke eru u.þ.b. 65 mg af koffíni þannig að ef þú drekkur hálfan lítra á dag þá ertu vel innan öryggismarka hvað varðar koffínið.

Í Diet Coke er notað sætuefnið Aspartame sem fjallað er um í annarri fyrirspurn.

Einnig vil ég vísa í aðra fyrirspurn um sem fjallar um Diet Pepsi.

Miðað við þær upplýsingar sem við höfum þá bendir allt til þess að þér sé óhætt að drekka Diet Coke á meðgöngunni, en mundu að allt er gott í hófi.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
18. nóvember 2011.