Spurt og svarað

18. nóvember 2011

Er í lagi að drekka Diet Coke á meðgöngu

Sæl og takk fyrir góðan vef!

Ég er ólétt af mínu öðru barni og ég ersvolítið mikill kókisti og drekk þá Diet Coke. Er í lagi að drekka það á meðgöngu?


Kveðja, ein áhyggjufull.


Sæl og blessuð!

Diet Coke og aðrir sykurlausir kóladrykkir innihalda m.a. koffín, sætuefni og litarefni.

Koffín fer yfir fylgjuna til barnsins en ef miðað er við neyta ekki meira en 200 mg af koffíni daglega þá ætti fóstrinu líklega ekki að vera hætta búin. Í hálfum lítra af Diet Coke eru u.þ.b. 65 mg af koffíni þannig að ef þú drekkur hálfan lítra á dag þá ertu vel innan öryggismarka hvað varðar koffínið.

Í Diet Coke er notað sætuefnið Aspartame sem fjallað er um í annarri fyrirspurn.

Einnig vil ég vísa í aðra fyrirspurn um sem fjallar um Diet Pepsi.

Miðað við þær upplýsingar sem við höfum þá bendir allt til þess að þér sé óhætt að drekka Diet Coke á meðgöngunni, en mundu að allt er gott í hófi.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
18. nóvember 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.