Sársauki við samfarir

31.10.2007

Málið er að ég eignaðist litla stelpu fyrir 5 1/2 mánuði og var hún tekin með keisara og er enn með hana á brjósti, en eftir þetta hef ég og maðurinn minn ekki getað stundað kynlíf þar sem það er svo sárt og hann kemur honum svo stutt inn, höfum prófað allt. Er þetta eðlilegt? Hvert er best að leita ef svo er ekki?


Ég sé ekki í fljótu bragði neina ástæðu fyrir þessu þannig að ég ráðlegg þér að panta tíma hjá kvensjúkdóma- og fæðingalækni og ræða þetta við hann.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
31. október 2007.