Saumar og kynlíf eftir fæðigu

20.08.2007

Hæ ég var að velta fyrir mer hvað saumarnir eru lengi að fara úr manni??  Ég var saumuð frekar mikið og það eru 3 vikur siðan að ég átti og ég er enn með sauma allavega í börmunum.   Og hvenar má ég byrja stunda kynlíf aftur?  Má það ekki fyrr en saumarnir eru allir farnir?Komdu sæl. 

Saumarnir eiga að eyðast á um það bil 6 vikum.  Þér er samt alveg óhætt að byrja að stunda kynlíf þegar þú treystir þér til þó saumarnir séu ekki alveg farnir.  Það getur þó verið að þú finnir meira til meðan saumarnir eru í þér en eftir að þeir fara svo þú skalt bara fara varlega í fyrstu á meðan þú ert að byrja kynlíf eftir fæðinguna.

Bestu kveðjur.

 

Rannveig B. Ragnarsdóttir, 
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
20. ágúst 2007.