Saumuð of mikið saman

02.02.2005

Sælar og takk fyrir frábæran vef!

Ég eignaðist barn í byrjun desember og ég var saumuð of mikið saman eftir barnsburðinn. Læknirinn sem skoðaði mig sagði að annað hvort þyrfti ég að fara í aðgerð eða ég gæti smám saman rakið upp sauminn sjálf (þ.e. teygt leggangaopið smám saman þar til saumurinn rofnar). Ég er nú ekkert ægilega spennt fyrir seinni kostinum og ég var að velta fyrir mér hvort kostnaðurinn við aðgerð myndi lenda á mínum herðum? Telst þetta ekki sem mistök af hálfu þess sem saumaði mig? Og að lokum hvert get ég snúið mér til að fá upplýsingar um þetta?

Kær kveðja og takk fyrir aðstoðina.

....................................................................

Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Ég vil benda þér á að hafa samband við þá stofnun sem þú fæddir á og jafnvel að panta tíma hjá kvensjúkdómalækni sem starfar á þeirri stofnun. Kannski er heppilegast að panta tíma hjá þeim lækni sem er yfir kvensjúkdómalækningum á stofnuninni.  Ef það er þörf á aðgerð ætti að vera hægt að leysa það innan stofnunarinnar sem ber þá væntanlega kostnaðinn.

Vona að þessar upplýsingar komi að gagni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
2. febrúar 2005.