Spurt og svarað

01. febrúar 2006

Sérstök skoðun eftir keisaraskurð

Hæhæ
Ég var að lesa á doctor.is að ef maður hefur lent í keisaraskurði sé hætta á því að ör rifni upp í hríðum í næstu fæðingu.  Þar stendur einnig að konur sem hafa átt barn með keisaraskurði séu alltaf skoðaðar sérstaklega vel með tiliti til þessarar áhættu.
Hvernig er það skoðað og hvenær?
Með fyrirfram þökk.
 
........................................
 
Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
 
Í rauninni er þessi áhætta aðeins fyrir hendi í fæðingunni sjálfri þegar legið fer að dragast saman af krafti.  Konum sem hafa fætt með keisaraskurði er því sagt að koma á fæðingadeildina fljótlega eftir að þær byrja að finna hríðar.  Þar er haft meira eftirlit með þeim en gengur og gerist hjá konum sem ekki hafa þurft að fara í keisaraskurð áður.  T.d. er settur æðaleggur og teknar blóðprufur til að hafa tilbúið ef eitthvað kemur fyrir eða konan þarf að fara aftur í keisara og konan er höfð í mónitor þegar fæðingin er komin af stað.  Ljósmóðir er líka hjá konunni allan tímann og metur hríðarnar með höndunum og fylgist með merkjum um yfirvofandi legbrest.
Það er þó vert að hafa í huga að áhættan er ekki mikil og margar konur fæða eðlilega eftir að hafa fætt með keisara áður.
 
Bestu kveðjur.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
01.02.2006.
 
 
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.