Spurt og svarað

31. janúar 2011

Sipp eftir fæðingu

Mig langar að byrja að sippa til að hreyfa mig svona pínu, og þar sem ég kemst nú ekki mikið frá og þá ekki langt í burtu datt mér í hug sipp, en var svo sagt að það væri ekki sniðugt að sippa fljótt eftir að eiga því
hopp gæti verið óhollt fyrir mig meðan allt væri að ganga saman og gróa.  Er þetta rétt eða eru þetta einhverjar kellingabækur?  En ef þetta er vont fyrir mig, hvenær má ég þá byrja?

Takk annars fyrir frábæra síðu.


Komdu sæl.

Sipp setur mikið álag á grindarbotninn sem er sennilega slakur eftir fæðinguna sem og grindina.  Byrjaðu á því að gera grindarbotnsæfingar og ef það virkar alveg, þú getur spennt vöðvana vel og ert viss um að þú sért að gera rétt, og grindin er í lagi, getur þú byrjað að sippa.  Mundu bara að spenna grindarbotninn allan tíman sem  þú sippar.

Það er talað um að líkaminn sé um 6 vikur að jafna sig eftir fæðingu en ef þú ert hress og allt virkar eins og á að gera er ekki endilega ástæða til að bíða.

Góða skemmtun

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
31. janúar 2011.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.