Skírn á Landspítala fyrir heimferð

19.04.2011

Sæl!

Ég var að velta því fyrir mér hvort enn væri hægt að láta skíra barn sitt í kapellunni á Landspítalanum áður en maður fer heim með barnið?


Sæl!

Já, þetta er mögulegt en nauðsynlegt að óska eftir þessu fljótlega eftir að barnið er fætt því nú er sængulegan á spítalanum svo stutt ef allt gengur vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. apríl 2011.