Er í lagi að láta fjarlægja líkþorn á meðgöngu?

16.11.2007

Sælar og takk fyrir frábæran vef

Var að velta því fyrir mér hvort það sé í lagi að fara til fótaaðgerðarfræðings og láta fjarlægja líkþorn á meðgöngu? Ástæðan fyrir því að ég spyr er sú að eflaust eru notuð einhver
sterk efni til þess - eða kannski ekki - hef ekki farið til
fótaaðgerðarfræðings áður.

Takk fyrir.


Sæl og blessuð!

Ég á von á því að þér sé óhætt að láta fjarlægja líkþorn en það er best fyrir þig að spyrja að þessu um leið og þú pantar þér tíma.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
16. nóvember 2007.