Spurt og svarað

13. júlí 2005

Slit eftir meðgöngu

Ég vil byrja á að þakka ykkur fyrir frábæra síðu.

En það sem liggur mér mest á hjarta núna eru þessu ömurlegu slit út um ALLAN líkama=(
Ég er nýbúin að eignast yndislega dóttur en eftir meðgönguna er ég ein slitahrúga!! Ég er með slit á innan og utanverðum lærum, rassinum, hliðum, bak við hnén, maganum og brjóstum.  Ég gæti ekki verið meira slitin.  Mér finnst þetta ekkert smá leiðinlegt og ég þori ekkert að vera í pilsi eða stuttbuxum þótt það sé 20 stiga hiti úti og svo langar mig rosalega með dóttur mína í sund en ég þori ekki að láta sjá mig. Ég er mjög ung og langar ekki að líta svona út.. svo var ég líka að spá í dökku röndina sem kemur oft fyrir neðan nafla á meðgöngu.  Hvenær ætti það að hverfa?

Geturu sagt mér hvort það sé einhver leið til að losna við þetta alveg?
húðslípun eða leysermeðferð?

..........................................................................................

Sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina.
Ég skil vel að þér líði illa yfir þessu og því miður virðist það vera svo að ungar stúlkur slitni mun meira en þær sem eru t.d. komnar yfir tvítugt.  Ástæðan fyrir því gæt verið sú að það er svo mikið álag á húðina á meðan stúlkurnar eru enn að vaxa og þroskast.

Fyrst vil ég benda þér á að með tímanum lýsast þessi för þar sem slitið er og verða ljós og ekki eins áberandi.  Þetta efni hefur ekki verið mikið rannsakað en einhver krem hafa verið skoðuð varðandi fyrirbyggingu á sliti.  Þær hafa ekki sýnt fram á örugga niðurstöðu og munurinn milli þeirra kvenna sem notuðu krem til varnar sliti og þeirra sem notuðu venjulegt krem það lítill að það er spurning hvort  það sé frekar örvun á blóðflæði þegar kremið er borið á sem skiptir máli.  Eitt krem sem bent var á til að bera á eftir fæðingu heitir Retin-A en ekki er ráðlagt að nota það meðan kona er með barn á brjósti.  Varðandi laseraðgerðirnar veit ég ekki hvort þær eru framkvæmdar hér á landi, nærtækast fyrir þig væri að hafa samband við lýtalækni og spyrjast fyrir hjá þeim. 
Nú þekki ég ekki hvort húðslípun virkar enda eins og ég sagði þá hefur þetta ekki verið mikið rannsakað.
En ég vil ráðleggja þér að gefa þér tíma, hugsa vel um húðina þína og reyna að breyta hugarfari þínu gagnvart slitinu því eftir allt saman þá áttu yndislega dóttur og þetta fylgdi öllu því sem þurfti að gera til að koma henni í heiminn ;>

Dökka röndin dofnar með tímanum en hún virðist ekki hverfa alveg hjá öllum konum.

Gangi þér vel!

Kær kveðja
Guðrún Sigríður Ólafsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingar
13. júlí 2005

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.