Spurt og svarað

27. febrúar 2006

Smá verkir í leggöngum

Hæ, hæ, ég er 20 ára og á 7 mánaða gamla stelpu. Meðgangan og fæðingin gekk eins og í sögu. Núna undan farið hef ég verið að fá smá verki í leggöngin, veit ekki alveg hvernig ég get lýst þeim. Hef verið svolítið hrædd við að kíkja og skoða „þetta þarna niðri“ en ákvað að kýla bara á það. Þreifaði svo inn í leggöngin og fannst það vera eitthvað skrítið sem ég fann. Það var eins og það væri eitthvað inn í leggöngunum sem ætti ekki að vera þar! Kannski best að orða það þannig að það er eins og það sé tippi inn í leggöngunum, sem sagt niður á við. Veit ekki alveg hvort þú fattar, kann bara ekki að lýsa þessu betur. Er þetta eðlilegt? Á að vera eitthvað þarna sem kemur niður leggöngin?

Með von um góð svör, ein voða hrædd.

...........................................................................................................

Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Það er engin leið fyrir mig að segja til um hvað er að, ef eitthvað er að. Þú segist hafa fundið eitthvað skrýtið þegar þú þreifaðir og svo hefur fundið fyrir verkjum. Þetta finnst mér vera ástæða til að skoða betur og því vil ég benda þér á að fá skoðun hjá kvensjúkdómalækni. Ef eitthvað er að þá er vonandi bara hægt að laga það nú ef ekkert er að þá ertu a.m.k. laus við áhyggjur.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
27. febrúar 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.