Smokkur eftir barnsburð

11.12.2006

Sælar ljósmæður

Mér skilst að það sé best að nota smokkinn fyrst eftir barnsburð til að koma í veg fyrir sýkingarhættu. Hvenær er óhætt að hætta að nota smokkinn eftir barnsburð?


Komdu sæl.

Það er rétt að gott er að nota smokk fyrst eftir fæðingu til að forðast sýkingu.  Fyrstu sex vikurnar er konan að jafna sig eftir fæðinguna og úthreinsun að klárast, en á meðan úthreinsun stendur yfir er enn sár í leginu eftir fylgjuna.  Það er því ráðlagt að nota smokkinn þennan tíma.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
11.12.2006.