Spurt og svarað

26. ágúst 2008

Spangarklipping og gyllinæð

Sælar og þakka ykkur kærlega fyrir þessa síðu. Hún var sem biblía fyrir mér á meðgöngunni :)

Spöngin klippt í fæðingunni og 8 mánuðum seinna er ég enn að glíma við gyllinæð. Ég var samt ekki klippt alla leið en samt þó nokkuð mikið. Ég fór til læknis og hann sagði að ég væri með ytri gyllinæð og ég hef notað krem og stíla og allt, breytt matarræðinu og hvað eina. Ég fór að hugsa hvort það gæti verið eitthvað sama sem merki þarna á milli.


Sæl!

Nei, það ætti nú ekki að vera sama sem merki þarna á milli. Gyllinæð er  stundum fylgifiskur meðgöngu og fæðingar þar sem álagið á þetta svæði eykst. Ef þú ert enn að glíma við gyllinæð eftir svona langan tíma og búin að reyna ýmislegt þá myndi ég benda þér á að láta lækni skoða þetta vel með þér, einstaka sinnum reynist nauðsynlegt að fjarlægja slíkt með lítilli aðgerð.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. ágúst 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.