Spinning eftir fæðingu

30.09.2005

Ég er að spá í að fara á spinning námskeið. Ég eignaðist stelpu 15. ágúst. Heldurðu að það sé í lagi?

.....................................................................

Sæl og til hamingju með stelpuna!

Það er ekkert því til fyrirstöðu að byrja í Spinning bara ef þú treystir þér til þess. Mundu að fara rólega af stað og hlustaðu á líkamann.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
30. september 2005.