Sprungur og lítil sár á spöng

08.05.2007

Það eru að verða7 mánuðir síðan ég eignaðist mitt annað barn og ég hef verið mjög lítið fyrir kynlíf síðan þá. En er svo annað slagið að fá löngunina en þá alltaf þegar ég sef hjá koma svona sprungur eða lítil sár í spöngina og er það mjög óþægilegt á eftir. Það blæðir ekkert úr þeim kemur bara svona pínu lítil blóðdoppa? Er það eðilegt og eitthvað sem á eftir að jafna sig?


Sæl og blessuð!

Ég held að þetta geti ekki verið alveg eðlilegt og myndi því ráðleggja þér að panta skoðun hjá kvensjúkdómalækni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. maí 2007.