Sund á meðgöngu og eftir keisara

01.02.2008

Sæl,
hvenær er í lagi að fara í sund eftir keisaraskurð? Einnig, eru einhver takmörk á því hvað kona má synda lengi á meðgöngu?

Kveðja


Það eru ekki til nein mörk um það hvenær má fara í sund eftir skurðaðgerð en vissulega þarf sárið að gróa vel. Ekki er ráðlagt að fara í sund fyrstu 6 vikurnar eftir fæðingu á meðan legið er að jafna sig og úthreinsun að klárast (sem gerist reyndar fyrr eftir keisara en sýkingarhættan getur verið til staðar í a.m.k. 6 vikur).

Fleira sem þarf að hugsa um er brjóstagjöfin, konur þurfa að passa að verða ekki kalt (ekki einu sinni í smá stund) til að fá ekki bólgur í brjóstin.

Þú mátt synda eins lengi og þú vilt og getur á meðgöngunni.

Vona að þetta svari spurningunni.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
1. febrúar 2008.