Sund eftir fæðingu

20.05.2006
Sælar,
hvenær er óhætt að fara í sund eftir fæðingu?
Bestu kveðjur,
Inga

Sæl og blessuð Inga!
Það borgar sig að bíða með að fara í sund þar til úthreinsun er alveg búin og jafnvel að bíða í 1-2 vikur framyfir það. Ef þú hefur verið saumuð er líka mikilvægt að það sé allt saman vel gróið og ekki nein óeðlileg óþægindi séu frá því svæði.
Ef þú ert með barnið þitt á brjósti þá skaltu passa að þér verði ekki kalt á brjóstunum í sundinu, sumar konur fá óþægindi í brjóstin og jafnvel stíflur ef þeim verður kalt á brjóstunum.

Bestu kveðjur
Halla Björg Lárusdóttir
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir
18. maí, 2006.