Sund eftir keisara

02.04.2007

Hæ, hæ!

Ég á 5 vikna gamalt barn sem var tekið með keisara. Er eitthvað sem mælir á móti því að ég fari í sund og heitu pottana?

Kveðja, eins sem bíður eftir að komast í bleyti.


Sæl og blessuð!

Já það er nú ansi snemmt að fara í sund 5 vikum eftir keisara og þá er ég aðallega að spá í að úthreinsun sé alveg lokið. Ef þú ert alveg viss um að henni sé lokið þá gætir þú prófað. Ef þú ert með barnið á brjósti gætir þú einnig verið viðkvæm fyrir hitabreytingum sem eru þegar maður er að skottast upp úr og ofan í potta. Það væri kannski sniðugt fyrir þig að bíða aðeins og fara næst þegar gott er veðrið.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
2. apríl 2007.