Svartar hægðir

28.07.2005

Ég var að velta einu fyrir mér. Á ég eitthvað að hafa áhyggjur af því að litur á hægðum hjá mér hefur breyst. Þegar ég var ólétt þá byrjaði liturinn að dökkna mikið og var að lokum svartur og er enn. Barnið fæddist fyrir rúmum mánuði. Er þetta eðlilegt eða þarf ég að hafa einhverjar áhyggjur. Er þetta kannski bara eitthvað úr fæðunni (ég er ekki að borða lakkrís).

Með von um svar. Kveðja, Draumur í dós.

............................................................................

Komdu sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Það sem getur skýrt svartar hægðir er inntaka á járni. Ef þú ert að taka inn járn eða fjölvítamín sem inniheldur járn þá getur það verið skýringin.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
28. júlí 2005.