Sviði og flagnandi húð

12.11.2005
Hæhæ.
Ég eignaðist barn fyrir rúmum 2. vikum. Ég var klippt og saumarnir hafa gróið vel og eðlilega. En núna undanfarna 3 daga hefur mér sviðið þarna niðri, ekki á svæðinu þar sem ég var saumuð samt, heldur bara allsstaðar.... Mig svíður bara þegar ég kem við þetta, t.d. þegar ég er á klósettinu og er að þvo mér í sturtu. Ég ákvað að kíkja á þetta og þá sá ég að skinnið er allt að flagna af, allt í dauðu skinni.  Ég vona að þið getið ráðlagt mér eitthvað, ég veit ekkert hvað þetta getur verið.
Með fyrirfram þökk,
Ein ráðvillt.
 
........................................................
 
Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
 
Leiðinlegt að heyra að þér líði svona illa þó sárin grói vel.  Ég myndi ráðleggja þér að hringja á Móttökudeild kvennadeildar og fá að koma þangað í skoðun.  Ég verð að viðurkenna að mér dettur helst í hug að þetta sé útaf einhverjum nýjum efnum sem þú ert að nota sem þú þolir ekki en þar sem ég get ekki skoðað þig eða fengið frekari upplýsingar ráðlegg ég þér eindregið að fara í skoðun.  Það er opið á Móttökudeildinni alla virka daga fá 8 - 16 en ef þú þolir ekki við fram á mánudag þá skaltu hringja á kvennadeildina og fá að tala við vakthafandi deildarlækni þar.
 
Gangi þér vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 
12.11.2005.